Allar fréttir

Og húsið ómaði af söng

Gospel söngur á Grund

Í vikunni fengum við góða geti frá Michigan í Bandaríkjunum til að syngja í hátíðasal heimilisins. Margir heimilismenn lögðu leið sína á tónleikana. Um var að ræða átta manna gospel hóp frá Andrews háskólanum í Michigan.

Sumarsól í Mörk

Heimilisfólkið í Mörk hefur verið að búa til fallegt listaverk fyrir anddyrið. Páskaskreytingin vék fyrir þessari dásamlegu sumarsól. Frábær samvinna við að setja saman listaverkið, sem minnir á sumarið og tíðina sem í vændum er.

Skemmtileg heimsókn

Sönghópurinn Tjaldur söng nokkur lög með heimilisfólkinu á hjúkrunarheimilinu í Ási á dögunum. Hress hópur og mikil upplyfting að fá svona skemmtilega heimsókn í hús. Takk fyrir okkur.

Páskaeggjabingóið í Mörk

Nokkrar myndir frá páskabingóinu okkar sem var haldið í Mörk fyrir nokkru. Mætingin var góð og það hefði mátt heyra saumnál detta, þvílík var einbeitingin. Heimilismenn voru ánægðir með vinningana eins og myndirnar bera með sér..

Páskaeggjabingó í Mörk

Það eru að koma páskar og í Mörk fer það ekkert á milli mála.

Páskaeggjabingó á Litlu Grund

Í dag var spilað páskaeggjabingó hjá heimilisfólkinu á Litlu og Minni Grund.

Páskabingó á Grund

Páskarnir eru á næsta leyti og heimilisfólk byrjað að spila páskabingó

Listaháskólinn með námskeið á Grund

Á Grund stendur nú yfir dásamlegt námskeið sem átta heimilismenn Grundar taka þátt í sem og starfsfólk á heimilinu. Það er tónlistardeild Listháskólans sem býður upp á námskeiðið sem ber heitið Tónlist og heilabilun. Stuðst er við verkefnið Music for Life sem hefur verið starfrækt í London í rúmlega tuttugu ár. Kjarni verkefnisins eru tónlistarsmiðjur þar sem allir þátttakendur mætast á jafningjagrundvelli í tónlistarsköpun. Tónlistin verður farvegur samskipta og þátttaka og virkni allra þátttakenda leiðir til sameiginlegs þroska hópsins sem eykur lífsgæði. Magnea Tómasdóttur söngkona, sem hefur sérhæft sig í tónlistariðkun með fólki með heilabilunarsjúkdóma er kennari námskeiðsins, en ásamt henni taka þátt sex nemar frá Listaháskólanum og þrír hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þau munu leiða hópinn í tónlistarspuna en það hefur sýnt sig að tónlistarþátttaka léttir lund, eykur lífsgæði og færni til samskipta. Þetta er sjötta árið sem þetta frumkvöðlaverkefni hefur verið gert hér á Íslandi

Kisa mín, kisa mín

Nú eru margar rafkisur komnar með fasta búsetu á Grund og heimilisfólkinu finnst virkilega notalegt að fá þær í fang til að klappa og kúra með. Kisurnar mala, mjálma og hreyfa sig og svara góðlátlega þegar þeim er klappað. Þær fara ekki úr hárum og fá bara nýjar rafhlöður þegar þær verða lúnar.