Allar fréttir

Sumarhátíð í Ási

Fögnum sól og sumri í Ási

Kvenfélagið í Hveragerði kom færandi hendi

Kvenfélagið hér í Hveragerði kom færandi hendi í Ás í vikunni þegar það kom með rafknúinn sturtustól með fylgihlutum og færði heimilinu að gjjöf. Sturtustóllinn á svo sannarlega eftir að koma sér vel. Við þökkum kvenfélaginu af alhug fyrir þessa rausnarlegu gjöf. Á myndinni eru frá vinstri Rúna Einarsdóttir fyrir hönd Áss og fyrir hönd kvenfálagsins þær Ásta Gunnlausdóttir, Hólmfríður Skaftadóttir og Elín María Kjartansdóttir. Enn og aftur, bestu þakkir kvenfélagskonur

Skemmtileg heimsókn í Mörk

Stundum fáum við einstaklega skemmtilega gesti í heimsókn og þannig var það þegar Fífill litli gæsastrákur kom í heimsókn á 2. hæð Markar fyrir nokkru. Hann hlaut hlýjar móttökur og komst svo á dásamlegt heimili á Mýrunum en ekki fyrr en eftir að hafa heilsað upp á heimilismenn og þegið strokur og góðan viðurgjörning.

Uppskeruhátíð hjá kórum Grundarheimilanna

Nýverið var sannkölluð uppskeruhátíð hjá kórunum í Mörk og á Grund en kórarnir sameinuðust og héldu í vorferð. Ferðinni var heitið í Ás í Hveragerði þar sem sungið var fyrir heimilismenn og lífsins notið í sól og blíðu. Frábær ferð þar sem tónleikagestir nutu sem og kórarnir.

Grill og gaman

Einn góðviðrisdaginn fyrir skömmu var blásið til grillveislu á þriðju hæðinni í Mörk. Andrúmsloftið dásamlegt og allir lögðust á eitt með að hafa daginn litríkan og skemmtilegan.

Spörum orku, og aura

Þessa dagana er sól hvað hæst á lofti og nær hámarki eftir þrjár vikur. Einnig hefur verið þokkalega hlýtt undanfarna daga. Mikilli sól og hlýindum utandyra fylgja oftast nær mikill hiti og birta innandyra. Auðvitað aðeins háð húsnæði, gluggum og þess háttar. Orkunotkun á þessum tíma er meiri en okkur grunar. Þetta benti stjórnarformaður Grundar mér réttilega á fyrir all nokkrum árum. Við hugsum ekki mikið út í orkusóun í góðviðri. Á köldum vetrardögum pössum við upp á að vera með flesta glugga lokaða og að hafa hurðir ekki opnar út að óþörfu. En á sumrin vilja þessir hlutir gleymast. Okkur finnst heitt í herberginu og opnum gluggann til að laga málið. En gleymum ef til vill að skoða hvort ofninn sé stilltur á fjóra eða fimm. Og um leið og við hleypum kaldara lofti inn í herbergið skynjar ofninn það og hitinn hækkar. Augljós sóun eins og hún gerist best - eða reyndar verst. Þetta finnst mér miður. Og svo ægilega tilgangslaust að hita upp herbergi bara til að hleypa hitanum út, bruðla með orku og kasta peningum, nánast bókstaflega, út um gluggann. Svipað gildir um ljósin. Við erum vanaföst og líklega kveikjum við oft á tíðum ljósin frekar af vana en þörf. Maður tekur stundum ekkert eftir því hvort það er kveikt eða slökkt á björtum sumardegi og þá erum við enn og aftur að sóa orku og fjármunum með óþarfa lýsingu. Mér þætti vænt um ef við tækjum okkur saman um að minnka orkusóun Grundarheimilanna, jafnt nú í sumar sem til lengri framtíðar. Með því spörum við í senn takmarkaða orku heimsins og talsverða fjármuni í rekstri heimilanna. Byrjum á því að athuga hvort lækka megi í ofninum áður en við opnum gluggann. Áður en við kveikjum ljósin væri gott að við sannfærðum okkur um að það sé nauðsynlegt. Saman getum við áorkað heilmiklu í sparnaði fyrir umhverfi okkar og budduna. Kveðja og góða helgi, Gísli Páll, forstjóri Grundarheimilanna

Og húsið ómaði af söng

Gospel söngur á Grund

Í vikunni fengum við góða geti frá Michigan í Bandaríkjunum til að syngja í hátíðasal heimilisins. Margir heimilismenn lögðu leið sína á tónleikana. Um var að ræða átta manna gospel hóp frá Andrews háskólanum í Michigan.

Sumarsól í Mörk

Heimilisfólkið í Mörk hefur verið að búa til fallegt listaverk fyrir anddyrið. Páskaskreytingin vék fyrir þessari dásamlegu sumarsól. Frábær samvinna við að setja saman listaverkið, sem minnir á sumarið og tíðina sem í vændum er.

Skemmtileg heimsókn

Sönghópurinn Tjaldur söng nokkur lög með heimilisfólkinu á hjúkrunarheimilinu í Ási á dögunum. Hress hópur og mikil upplyfting að fá svona skemmtilega heimsókn í hús. Takk fyrir okkur.